Deloitte leitar að reyndum bókara

  • Full-time
  • Field of interest: Finance & Accounting
  • Level of hire: Experienced hire

Company Description

Deloitte er stærsta ráðgjafar- og endurskoðunarfyrirtæki heims, með um 457.000 starfsmenn í yfir 150 löndum. Hjá Deloitte á Íslandi starfa um 360 starfsmenn, allt sérfræðingar á sínum sviðum, þar á meðal endurskoðun, tækniráðgjöf, fjármálaráðgjöf, áhætturáðgjöf, skatta- og lögfræðiráðgjöf og viðskiptalausnum.

Job Description

Deloitte leitar að öflugum og drífandi einstakling í spennandi og krefjandi starfs bókara. Við bjóðum viðskiptavinum hérlendis og erlendis m.a. upp á sjálfvirknivæðingu á fjármálaferlum, bókhalds-, launa- og reikningshaldsþjónustu, rekstrargreiningu og aðra ráðgjöf á sviði fjármálaferla.

Hefðbundinn vinnudagur: 

  • Umsjón með fjárhagsbókhaldi, launavinnslu og skýrslugerð til stjórnenda
  • Vinna að tilfallandi verkefnum fyrir viðskiptavini
  • Almenn skrifstofustörf
  • Stuðningur við markaðssókn og fylgjast með spennandi tækifærum
  • Þátttaka í gæðaferlum

Qualifications

Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi með brennandi áhuga á öllu sem við kemur bókhaldi, reikningshaldi og vilja til að þróast í starfi. 

Þinn bakgrunnur, reynsla og hæfni: 

  • Reynsla af bókhaldi skilyrði
  • Reynsla af uppgjörum og/eða launavinnslu, kostur en ekki skilyrði
  • Viðurkenndur bókari, kostur en ekki skilyrði
  • Góð færni í Excel
  • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
  • Góð samskiptahæfni, jákvæðni og rík þjónustulund
     

Additional Information

Starfsþróun  

  • Við starfsupphaf færðu leiðbeinanda sem kemur þér inn í starfi (Buddy-kerfi)
  • Þú færð þjálfun og stuðning frá reyndum sérfræðingum í teyminu þínu
  • Þú verður með coach sem aðstoðar þig við að þróa þig áfram í starfi
  • Þú lærir mikið á þeim fjölbreyttu verkefnum sem þú tekur að þér hjá viðskiptavinum í ólíkum geirum
  • Þú fylgist vel með þínu fagsviði og við viljum að sama skapi styðja við þinn vöxt með símenntunartækifærum

Að auki bjóðum við upp á

  • Veglegan líkamsræktarstyrk, virkt starfsmannafélag og gott félagslíf
  • Sjálfboðastarfs til áhrifa – launaður dagur til að sinna sjálfbærniverkefnum
  • Fyrirmyndar aðbúnað starfsfólks í nýjum höfuðstöðvum fyrirtækisins á Dalvegi
  • Frábært mötuneyti með niðurgreiddum morgunmat og hádegismat
  • Fjölbreytt áhugamál samstarfsfélaga þvert á félagið t.d. hlaupahópar, golfklúbbur, fótbolti í hádeginu og leikjaherbergi svo eitthvað sé nefnt

Nánari upplýsingar um starfið veitir Eyþór Guðjónsson ([email protected]) og  Ásta Þyri Emilsdóttir ([email protected]). Tekið er á móti umsóknum (ferilskrá og kynningarbréf) til og með 8. September í gegnum heimasíðu Deloitte, www.deloitte.is.

Vilt þú hafa áhrif? Hjá Deloitte skiptir þitt framlag máli því saman, sem ein heild, vinnum við að því að hafa áhrif á viðskiptavini, samstarfsfélaga og samfélag. Þú færð tækifæri til að taka þátt í fjölbreyttum verkefnum þvert á svið, starfsstöðvar og lönd, auka hæfni þína og færni og hafa góðan stuðning til vaxtar og þróunar í starfi. 

Privacy Policy