Fjármálaráðgjöf Deloitte er að ráða ráðgjafa
- Full-time
- Field of interest: Business Strategy & Design
- Level of hire: Graduate hire
Company Description
Deloitte er leiðandi þjónustuveitandi á sviði endurskoðunar og reikningsskila, upplýsingatækniráðgjafar, fjármálaráðgjafar, áhætturáðgjafar, skatta– og lögfræðiráðgjafar og tengdrar þjónustu. Alþjóðlegt net aðildarfélaga okkar og tengdra félaga spannar meira en 150 lönd og landsvæði (sameiginlega vísað til sem „félög Deloitte"). Hjá Deloitte starfa um 457.000 sérfræðingar sem stefna saman að því að veita ávallt framúrskarandi þjónustu, þar af eru 360 á Íslandi.
Job Description
Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á fjármálum sem langar að starfa við fjármálaráðgjöf.
Ef þig langar að vera hluti af öflugu ráðgjafateymi sem tekst á við fjölbreytt og krefjandi verkefni í alþjóðlegu umhverfi og hefur áhrif á íslenskum fjármálamarkaði þá skaltu heyra í okkur.
Helstu verkefni:
Þú vinnur að og styður við verkefni reyndra ráðgjafa. Þú lærir af víðtækri þekkingu og reynslu þeirra. Málaflokkarnir sem við sinnum eru fjölbreyttir og því færð þú innsýn og reynslu í:
- Verðmati og gerð fjárhagslíkana
- Kaupum og sölum fyrirtækja
- Samruna og yfirtökum
- Úttekt á rekstri og fjármálum fyrirtækja
- Áreiðanleikakönnunum
- Rekstrarráðgjöf og rekstrarendurskipulagningu
- Stefnumótun og stjórnendaráðgjöf
Qualifications
- Meistaragráðu á sviði fjármála, hagfræði, fjármálaverkfræði eða önnur menntun sem nýtist í starfi
- Gott vald á grunnstoðum fjármála
- Einhver reynsla af fjármálum og greiningu þeirra kostur
- Greiningarhæfni og færni til að setja fram efni á skýran og skilmerkilegan hátt
- Góð þekking á Microsoft Excel og PowerPoint
- Nákvæmni og metnaður til að skila af þér góðu verki
- Þú hefur gaman af því að takast á við og leysa áskoranir
- Það er lítið mál fyrir þig að vinna sjálfstætt en virkar vel í teymi enda býrðu yfir samskiptafærni
- Geta til að tjá þig í ræðu og riti, með faglegum hætti, á íslensku og ensku
Additional Information
Starfsþróun þín
- Við upphaf starfs færðu leiðbeinanda sem kemur þér inn í starfið („Buddy-kerfi“)
- Þú færð þjálfun og stuðning frá reyndum sérfræðingum í teyminu þínu
- Þú verður með reyndan Coach sem aðstoðar þig við að þróa þig áfram í starfi
- Þú lærir mikið á þeim fjölbreyttu verkefnum sem þú tekur að þér hjá viðskiptavinum í ólíkum geirum.
- Við styðjum við vöxt þinn með símenntunartækifærum.
Að auki bjóðum við upp á:
- Frábært mötuneyti með niðurgreiddum morgunmat og hádegismat.
- Veglegan líkamsræktarstyrk, virkt starfsmannafélag og gott félagslíf
- Styrki til foreldra
- Fyrirmyndar aðbúnað starfsfólks í nýjum höfuðstöðvum á Dalvegi
- Sjálfboðastarf til áhrifa – launaður dagur til að sinna sjálfbærniverkefnum
- Fjölbreytt áhugamál samstarfsfélaga þvert á félagið t.d. hlaupahópur, fótbolti í hádeginu, og leikjaherbergi.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Frímann Snær Guðmundsson ([email protected]). Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf haustið 2025. Tekið er á móti umsóknum í gegnum heimasíðu Deloitte, www.deloitte.is, til og með 18.ágúst nk.
Vilt þú hafa áhrif? Hjá Deloitte skiptir þitt framlag máli því saman, sem ein heild, vinnum við að því að hafa áhrif á viðskiptavini, samstarfsfélaga og samfélag. Þú færð tækifæri til að taka þátt í fjölbreyttum verkefnum þvert á svið, starfsstöðvar og lönd, auka hæfni þína og færni og hafa góðan stuðning til vaxtar og þróunar í starfi.